lau 13. apríl 2019 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Albert kom inná í seinni og skoraði tvö mörk í lokin
Albert í landsleik gegn Frökkum í síðasta mánuði. Hér berst hann við Paul Pogba en báðir skoruðu þeir tvö mörk í dag.
Albert í landsleik gegn Frökkum í síðasta mánuði. Hér berst hann við Paul Pogba en báðir skoruðu þeir tvö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson þurfti ekki langan spiltíma í dag til að láta til sín taka en hann skoraði tvö mörk fyrir AZ Alkmaar í hollensku deildinni.

Liðið mætti Ado Den Haag á heimavelli og var 0-2 undir þegar Albert kom inná á 66. mínútu leiksins.

Albert minnkaði muninn í 1-2 á 85. mínútu og jafnaði svo metin þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Því miður fyrir hans menn dugði það ekki til því Becker skoraði sigurmark gestanna þremur mínútum síðar og í kjölfarið var flautað af.

AZ Alkmaar því komið sæti neðar en fyrir umferðina, í 4. sætið en Den Haag lyfti sér í það tíunda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner