Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. apríl 2019 22:26
Hafliði Breiðfjörð
Gervityppi í stúkunni á Old Trafford í kvöld
Mynd: Getty Images
Það er margt skrítið sem getur ratað í fótboltafréttirnar og ein slík frétt kemur í kvöld frá Old Trafford í Manchester þar sem heimamenn unnu 2-1 sigur á West Ham í kvöld.

Eftir leik var fréttamaðurinn Simon Peach að líta í kringum sig við varamannabekk Manchester United og kom augu á óvenjulegan hlut.

Þar rétt hliðina á bekknum, í áhorfendastúkunni, mátti sjá gervityppi sem lá með öðru rusli.

Hver tilgangurinn var með að taka það á völlinn eða hvernig það komst í gengum öryggisleitina verður ekki svarað hér en myndband Peach má sjá að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner