Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 13. apríl 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Hazard bestur í heimi á sínum degi
Mynd: Getty Images
Liverpool og Chelsea mætast á morgun í stórleik helgarinnar. Liverpool þarf sigur í titilbaráttunni á meðan Chelsea verður að sigra í Meistaradeildarbaráttunni.

Ástandið minnir óneitanlega á tímabilið 2013/14 þegar Liverpool var í titilbaráttunni og tapaði titlinum til Manchester City, eftir tap gegn Chelsea. Steven Gerrard rann þá til á miðjum vellinum og hleypti þannig Demba Ba í gegn.

„Ég held ekki að neinn sé að hugsa um 2014 nema þú," sagði Jürgen Klopp þegar fréttamaður spurði hann út í atvikið fræga.

„Ég veit auðvitað hvað er verið að tala um en þetta hefur ekkert með okkur að gera. Við erum einbeittir að sunnudeginum, ekki að fortíðinni. Salah var einu sinni leikmaður Chelsea en nú er hann hjá Liverpool. Það er allt öðruvísi í dag, eina sem er eins eru litirnir og nöfnin.

„Ég veit að þetta verður erfiður leikur en við þurfum einbeitingu. Ef einhver vill spyrja leikmennina mína út í 2014, vinsamlegast ekki gera það. Við þurfum að halda okkur jákvæðum og á tánum eins og við höfum gert allt tímabilið."


Eden Hazard hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og er búinn að gera þrjú mörk í síðustu tveimur úrvalsdeildarleikjum.

„Við þurfum að loka sendingaleiðum að honum og bregðast rétt við þegar hann fær boltann. Það er ekki einfalt að stöðva hann.

„Á sínum degi getur hann verið besti leikmaður heims. Hann er góður leikmaður en eins og með alla góða leikmenn þá þarf hann að spila gegn okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner