Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. apríl 2019 16:54
Arnar Helgi Magnússon
Svíþjóð: Brösuleg byrjun Gumma Tóta og félaga - Gísli og Bjarni í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson var á sínum stað í byrjunarlið Norrköping þegar liðið mætti Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var þriðja umferð deildarinnar en fyrir leikinn var Norrköping aðeins með eitt stig.

Norrköping komst yfir í síðari hálfleik þegar Jordan Larsson kom liðinu yfir. Heimamenn jöfnuðu úr vítaspyrnu áður en að Simon Thern kom gestunum yfir á nýjan leik.

Papa Alioune Diouf jafnaði fyrir Kalmar á 80. mínútu leiksins og lokatölur 2-2. Ansi brösuleg byrjun hjá Gumma Tóta og Norrköping.

Gísli Eyjólfsson og Bjarni Mark í sigurliði
Íslendingaliðið Mjallby tók á móti Vasteras í sænsku 1. deildinni. Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliðinu en Óttar Magnús sat allan tímann á varamannabekknum.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Mjallby en sigurmarkið kom á 71. mínútu.

Bjarni Mark og lið hans, Brage, mætti Halmstad. Bjarni lék allan leikinn í liði Brage en Höskuldur Gunnlaugsson sat hinsvegar allan tímann á varamannabekk Halmstad. Leiknum lauk með 2-0 sigri Brage.
Athugasemdir
banner
banner