Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 13. apríl 2019 15:15
Arnar Helgi Magnússon
Trippier ósáttur við sjálfan sig: Afhverju geri ég þetta?
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, bakvörður Tottenham, er ekki ánægður með spilamennsku sína á tímabilinu. Hann segist þurfa að finna sitt gamla form.

„Ég þarf að gera mun betur en ég hef verið að gera á tímabilinu, ég er sá fyrsti til þess að játa það," segir Trippier.

Trippier var flottur með enska landsliðinu á HM í Rússlandi síðasta sumar en eftir það hefur frammistaða hans farið niður á við.

„Síðan Heimsmeistaramótið kláraðist hef ég ekki spilað vel. Ég skoða alla leiki sem ég spila og reyni að finna hluti sem ég get gert betur. Þetta snýst um að reyna að læra af mistökunum sínum."

„Stundum þegar ég horfi á leiki þá spyr ég mig: Afhverju ertu að gera þetta? Hvað ertu að gera þarna?

Trippier sat allan tímann á varamannabekk Tottenham þegar liðið sigraði Huddersfield 4-0 fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner