mið 13. maí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Börsungar íhuga að fá Cucurella - Seldur tvisvar
Marc Cucurella.
Marc Cucurella.
Mynd: Getty Images
Barcelona er að hugsa um að kaupa vinstri bakvörðinn Marc Cucurella frá Getafe að sögn Marca.

Það er virkilega athyglisvert í ljósi þess að Cucurella hefur tvisvar sinnum verið seldur frá Barcelona, núna síðast þegar Getafe nýtti sér ákvæði í lánssamningi hans og keypti Cucurella á 6 milljónir evra.

Cucurella er 21 árs gamall og getur hann leikið sem vinstri bakvörður, og upp allan vinstri kantinn.

Eibar keypti hann sumarið 2019, en Barcelona keypti hann til baka stuttu síðar. Núna þegar hann var seldur til Getafe var ákvæði í samningi hans að Börsungar gætu keypt hann aftur á 15 milljónir evra og Barcelona er núna að íhuga að notfæra sér það.

Barcelona keypti bakvörðinn Junir Firpo síðasta sumar, en hann hefur ekki heillað og því gæti Cucurella verið á leiðinni aftur til Katalóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner