Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FA og FIFA berjast fyrir dómstólum vegna banns Chelsea
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandoð og Alþjóða knattspyrnusambandið munu berjast fyrir dómstólum vegna bannsins sem FIFA setti enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea í félagsskiptabann.

FA setur spurningarmerki við refsinguna og ásakanirnar sem Chelsea fékk á sig. Málið fer fyrir gerðardóm þann 26. júní.

„Enska knattspyrnusambandið hefur verið í fullu samstarfi við FIFA í rannsókn þess. Þar sem málið er enn í gangi þá er ekki viðeigandi að tjá sig meira að svo stöddu," sagði talsmaður FA við ESPN.

Chelsea fór í bann síðasta sumar og mátti ekki kaupa leikmenn. Það var vegna brota á reglum um skráningu leikmanna sem voru keyptir og skráðir hjá enska knattspyrnusambandinu áður en þeir voru átján ára gamlir.
Athugasemdir
banner
banner
banner