Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Alexander Þorláksson (Fram)
Mynd: Fram
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ármann Smári Björnsson.
Ármann Smári Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin í KR.
Gary Martin í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Abdoulaye Doucoure.
Abdoulaye Doucoure.
Mynd: Getty Images
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árin 2015, 2017 og 2019 voru ansi gjöful fyrir Alexander Már Þorláksson þegar kom að markaskorun. Alli skoraði samtals 63 mörk í 60 leikjum þau þrjú árin.

Hann hefur leikið með ÍA, Fram, KF, Hetti og Kára á ferlinum en síðasta sumar varð hann langmarkahæstur í 3. deild með KF og söðlaði um í vetur og gekk í annað sinn á sínum meistaraflokksferli í raðir Fram. Alli sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Alexander Már Þorláksson

Gælunafn: Alli, Alex, Hyena

Aldur: 24

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn var sumarið 2013 með ÍA í 6-4 tapi gegn Val, end to end stuff.

Uppáhalds drykkur: Er rosalega mikið að flakka á milli en undanfarnar vikur hefur Nocco orðið fyrir valinu. (Nýi er reyndar vondur)

Uppáhalds matsölustaður: Galito á Skaganum

Hvernig bíl áttu: Hyundai i30

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Toppar ekkert The Wire því miður.

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz og Hjörvar H taka þann titil.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Er meiri Shake maður.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ”Já heyrumst”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Dalvík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gef Óskari Erni þann heiður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef haft marga virkilega flotta þjálfara en Lúðvík Gunnarsson var einhvernveginn alveg með þetta.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ég og Petar Mudresa leikmaður Hattar höfum eldað grátt silfur í þeim leikjum sem við höfum mæst í og hefur þurft að skilja á milli okkar, sem betur fer fyrir mig.

Sætasti sigurinn: Ég kom inn á í sigri ÍA á KR og er það minnstæður leikur þar sem að við vorum miklir underdogs fyrirfram, Gary Martin trítilóður að berjast um Gullskóinn en Ármann Smári setti hann í rassvasann. Það var líka virkilega sætt að vinna heitasta lið landsins (Kórdrengi) síðasta sumar.

Mestu vonbrigðin: Það var súrt að tapa bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni í 2. flokki.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal og svo eru Watford mínir men í fallbaráttunni með Doucoure fremstan í flokki.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi galopna veskið, bruna upp á skaga og taka Tryggva Hrafn Haraldsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveindís Jane.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ásgeir Marteinsson á góðum degi.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Pass.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Hjartað segir Cristiano en heilinn Messi.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Alex Freyr Elísson aka El Chapo og Albert Hafsteinnson.

Uppáhalds staður á Íslandi: Ólafsfjörður/Sigló

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Alltaf gaman að skora

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Einn góður vatnssopi.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NBA, UFC og svo hoppa ég á einhvern vagn í Superbowl.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: New Balance að gera flotta hluti núna.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var sjálfum mér til skammar í textílmennt.

Vandræðalegasta augnablik: Var að vinna sem stuðningsfulltrúi í 10. bekk og forfallakennarinn hélt að ég væri nemandi og sagði mér að sækja sundfötin mín. Það var ákveðið low point.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka Jökul Stein Ólafsson til þess að forða honum frá slæmu gengi í Gulaginu upp á síðkastið. Gunnar Gunnarsson hefði gott af því að komast í smá sól en maðurinn fer til útlanda aðra hverja viku á Covidlausum tímum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson myndi svo fylgja með og skóla þessa drengi til.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ekki neitt sem mér dettur í hug.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Garðar Gunnlaugsson kom mér mikið á óvart, hjálpsamur og flottur.

Hverju laugstu síðast: “skila þessu á morgun”

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Aldrei verið mikið fyrir sendingaræfingar.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vinn annan hvern dag þannig að rútínan helst frekar vel en annars eru dagarnir frekar rólegir. Við í Fram erum með hörku hlaupaprógramm sem heldur manni uppteknum á þessum skrýtnu tímum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner