mið 13. maí 2020 09:45
Magnús Már Einarsson
Jón Erling: Við ætlum ekki að enda í 5. sæti
FH gæti verið að fá liðsstyrk fyrir sumarið.
FH gæti verið að fá liðsstyrk fyrir sumarið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jón Erling Ragnarsson í meistaraflokksráði FH vill ekki tjá sig um þær sögusagnir að Emil Hallfreðsson, Hörður Ingi Gunnarson og Pétur Viðarsson séu á leið til félagsins.

Dr. Football greindi frá því í dag að Emil gæti komið til FH á láni frá Padova en hann æfir með FH þessa dagana. Þar kom einnig fram að FH sé að nálgast samkomulag við ÍA um kaup á bakverðinum Herði Inga Gunnarssyni. Í gær kom fram í Niðurtalningunni á Fótbolta.net að FH sé að reyna að fá Pétur til að hætta við að hætta.

„Ég tjái mig ekki neitt um þessar sögusagnir sem eru í gangi," sagði Jón Erling við Fótbota.net í dag.

„Þetta eru alllt FH-ingar og það er eðlilegt að menn séu að velta þessu fyrir sér. Það er ekkert um þetta að segja þangað til að það verður eitthvað um þetta að segja."

Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að fá liðsstyrk fyrir mót sagði Jón Erling: „Það kemur í ljós. Við erum með fint lið í dag en síðan kemur þetta í ljós."

„Við ætlum ekki að enda í 5. sæti eins og þið eruð að spá okkur," bætti Jón Erling við og vísaði þar í ótímabæru spána í útvarpsþætti Fótbolta.net síðastliðinn laugardag.
Athugasemdir
banner
banner