Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. maí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Klopp velur Messi fram yfir Ronaldo
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann sé meiri aðdáandi Lionel Messi en Cristiano Ronaldo þó að valið á milli þessara frábæru leikmanna sé mjög erfitt.

„Að mínu mati er það Messi en ég gæti ekki verið hrifnari af Ronaldo en ég er núna. Við höfum spilað gegn þeim báðum og það er nánast ómögulegt að verjast þeim báðum," sagði Klopp.

„Messi er með lægri þyngdarpunkt frá fæðingu. Ef þú gætir teiknað upp fullkominn leikmann þá væri hann með hæðina hans Ronaldo og gæti hoppað jafn hátt og hlaupið jafn hratt og Ronaldo getur. Þú getur líka bætt við hugarfarinu hans. Það er fullkomið og fagmannlegt. Það gæti ekki verið betra."

„Á hinn bóginn er hinn smávaxni Messi sem getur látið allt líta svo auðvelt út. Þess vegna kann ég aðeins betur við hann á vellinum. Cristiano er hins vegar líka ótrúlegur leikmaður."

„Það sem þeir eiga báðir sameiginlegt er að þeir hafa markað fótspor sem munu lifa í langan tíma."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner