mið 13. maí 2020 08:58
Magnús Már Einarsson
Man Utd vill fá þrjá Englendinga
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin bíða áfram spennt eftir að félagaskiptaglugginn opni á ný.



Newcastle er tilbúið að greiða 53 milljónir punda til að fá Gareth Bale (30) frá Real Madrid. (Daily Mail)

Tottenham ætlar ekki að leyfa miðjumanninum Tanguy Ndombele (23) að fara í sumar en hann hefur verið orðaður við Barcelona og Liverpool. (Independent)

Roma ætlar að reyna að fá Dejan Lovren (30) frá Liverpool í sumar. (Tuttosport)

Manchester United vill kaupa þrjá Englendinga í sumar. Jadon Sancho (20) kantmann Borussia Dortmund, Jack Grealish (24) miðjumann Aston Villa og Jude Bellingham (16) miðjumann Birmingham. (Daily Star)

Odion Ighalo (30) gæti hafa leikið sinn síðasta leik með Manchester United en félaginu gengur illa að semja við Shanghai Shenhua um framlengingu á lánssamningi. (Standard)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill fá bakverðina Alex Sandro (29) frá Juventus og Timothy Castagne (24) frá Atalanta. (Tuttomercato)

Juventus er fyrsta ítalska félagið til að setja upp opinbert launaþak. Það virðist útiloka að Paul Pogba (27) komi aftur til félagsins frá Manchester United. (Daily Mail)

Lionel Messi (32) og aðrir leikmenn Barcelona gætu fengið á sig 30% launalækkun á næsta tímabili vegna kórónaveirunnar. (Sun)

Barcelona hefur áhuga á Juan Foyth (22) varnarmanni Tottenham. (Mirror)

Kristoffer Ajer (22) varnarmaður Celtic hefur sagt umboðsmanni sínum að finna nýtt félag í sumar en Leicester hefur sýnt honum áhuga. (Star)

Chelsea vonast til að fá Angel Gomes (19) miðjumann Manchester United í sínar raðir. (Mirror)

WBA ætlar að berjast við Tottenham um Vedat Muriqi (26) framherja Fenerbahce. (Aksam)

Crystal Palace vill fá Sean Dyche, stjóra Burnley, sem næsta stjóra sinn. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner