fös 13. maí 2022 23:00
Hafliði Breiðfjörð
Ánægja með dómaravalið - Ekki hægt að taka til baka það sem vel er gert
Egill Arnar með flautuna á lofti í vesturbænum í kvöld.
Egill Arnar með flautuna á lofti í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Mikil ánægja var með dómaraval KSÍ í vesturbænum í kvöld þegar KR og Breiðablik áttust við í 4. umferð Bestu-deildarinnar kvenna.


Nokkuð hefur verið kvartað í gegnum árin yfir því að bestu dómararnir séu sjaldan settir á leiki í efstu deild kvenna og því vakti athygli að sjá Egil Arnar Sigurþórsson mættan með flautuna en hann er í hópi bestu dómara landsins.

„Við fengum toppdómara í dag og það er vel, bara flott og gaman að því. Ég er ánægður með Egil," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Jóhannes Karl Sigursteinsson kollegi hans hjá KR tók í sama streng og var mjög sáttur við breytinguna. Hann býst við að hún sé til frambúðar.

„Ég var mjög ánægður, hann dæmdi þetta vel og þegar ég var eitthvað að kvarta yfir honum þá útskýrði hann það bara. Það var frábært að fá hann í dag," sagði Jóhannes Karl eftir leikinn og bætti vði.

„Fyrst KSÍ sendi þennan í dag þá hljótum við að mega búast við þessu á öllum leikjum í sumar. Það er ekki hægt að taka til baka það sem er vel gert."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner