
"Ég er bara vonsvikinn. Við tókum ákveðna sénsa og það vantaði lykilmenn sem við hvíldum í dag. Við tókum þann séns að breyta liðinu mikið. Það bara heppnaðist illa og auðvitað tek ég það á mig," segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-1 tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 4 Þór
"Við byrjuðum leikinn illa en áttum eitt og eitt ágætt færi og höfðum séns á að komast inn í leikinn en sigurinn var þeirra og hann var sanngjarn."
Nacho Gil hefur misst af seinustu tveimur leikjum vegna meiðsla en Bjarni segir að staðan á honum sé ekki alvarleg. "Staðan á honum er ágæt. Núna nær hann æfingaviku og verður vonandi klár í næsta leik."
Tapið þýðir að Selfoss er úr leik í bikarnum og næst tekur við deildarleikur gegn Völsungi á laugardag. "Það er bara mikilvægur leikur eins og allir leikir í deildinni. Og við erum auðvitað að fókusera á deildina."
Allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum hér að ofan.