Sunderland 1 - 1 Coventry (3-2 samanlagt)
0-1 Ephron Mason-Clark ('76)
1-1 Daniel Ballard ('122)
0-1 Ephron Mason-Clark ('76)
1-1 Daniel Ballard ('122)
Sunderland tók á móti Coventry City í seinni leik liðanna í undanúrslitum Championship umspilsins í enska boltanum í kvöld og úr varð mikill baráttuleikur.
Sunderland hafði unnið fyrri leikinn á útivelli gegn lærisveinum Frank Lampard en Coventry var sterkara liðið í venjulegum leiktíma í kvöld.
Coventry hélt boltanum vel innan liðsins og fann loksins glufu á vörn Sunderland á 76. mínútu, þegar Ephron Mason-Clark gerði vel að skora eftir fyrirgjöf frá hægri kanti. Hann var með betri viðbragðstíma heldur en varnarmaður Sunderland og endaði á að verða fyrri til boltans.
Leikurinn fór í framlengingu þökk sé þessu marki og ríkti áfram jafnræði með liðunum. Heimamenn í Sunderland virtust þó hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en staðan hélst jöfn allt þar til í blálokin.
Sunderland fékk hornspyrnu á 122. mínútu sem átti að vera síðasta spyrna leiksins fyrir vítaspyrnukeppni og tókst heimamönnum að skora úr henni. Daniel Ballard skallaði erfiðan bolta í netið, þar sem hann þurfti að beygja hausinn langt niður til að hæfa boltann vel.
Hann hæfði boltann furðu vel með hnakkanum og skoraði sláin inn. Þetta var síðasta snerting leiksins og tryggði Sunderland gríðarlega dýrmætan sigur.
Sunderland mætir Sheffield United í úrslitaleik umspilsins á Wembley þar sem liðin keppast um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstu leiktíð.
Það er einn af verðmætustu fótboltaleikjum í heimi þar sem sjónvarpstekjur ensku úrvalsdeildarinnar eru gífurlega háar. Þess vegna eru verulega háar fjárhæðir í húfi þegar þessi tvö félög mætast.
Sheffield er af mörgum talið vera sigurstranglegra liðið fyrir þá viðureign. Liðið var lengi vel í titilbaráttu Championship deildarinnar á tímabilinu og rúllaði yfir Bristol City í undanúrslitum umspilsins þar sem samanlagðar lokatölur urðu 6-0.
Stöðutaflan
England
Championship - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Leeds | 46 | 29 | 13 | 4 | 95 | 30 | +65 | 100 |
2 | Burnley | 46 | 28 | 16 | 2 | 69 | 16 | +53 | 100 |
3 | Sheffield Utd | 46 | 28 | 8 | 10 | 63 | 36 | +27 | 90 |
4 | Sunderland | 46 | 21 | 13 | 12 | 58 | 44 | +14 | 76 |
5 | Coventry | 46 | 20 | 9 | 17 | 64 | 58 | +6 | 69 |
6 | Bristol City | 46 | 17 | 17 | 12 | 59 | 55 | +4 | 68 |
7 | Blackburn | 46 | 19 | 9 | 18 | 53 | 48 | +5 | 66 |
8 | Millwall | 46 | 18 | 12 | 16 | 47 | 49 | -2 | 66 |
9 | West Brom | 46 | 15 | 19 | 12 | 57 | 47 | +10 | 64 |
10 | Middlesbrough | 46 | 18 | 10 | 18 | 64 | 56 | +8 | 64 |
11 | Swansea | 46 | 17 | 10 | 19 | 51 | 56 | -5 | 61 |
12 | Sheff Wed | 46 | 15 | 13 | 18 | 60 | 69 | -9 | 58 |
13 | Norwich | 46 | 14 | 15 | 17 | 71 | 68 | +3 | 57 |
14 | Watford | 46 | 16 | 9 | 21 | 53 | 61 | -8 | 57 |
15 | QPR | 46 | 14 | 14 | 18 | 53 | 63 | -10 | 56 |
16 | Portsmouth | 46 | 14 | 12 | 20 | 58 | 71 | -13 | 54 |
17 | Oxford United | 46 | 13 | 14 | 19 | 49 | 65 | -16 | 53 |
18 | Stoke City | 46 | 12 | 15 | 19 | 45 | 62 | -17 | 51 |
19 | Derby County | 46 | 13 | 11 | 22 | 48 | 56 | -8 | 50 |
20 | Preston NE | 46 | 10 | 20 | 16 | 48 | 59 | -11 | 50 |
21 | Hull City | 46 | 12 | 13 | 21 | 44 | 54 | -10 | 49 |
22 | Luton | 46 | 13 | 10 | 23 | 45 | 69 | -24 | 49 |
23 | Plymouth | 46 | 11 | 13 | 22 | 51 | 88 | -37 | 46 |
24 | Cardiff City | 46 | 9 | 17 | 20 | 48 | 73 | -25 | 44 |
Athugasemdir