Miðvörðurinn Dean Huijsen hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sér fyrir frammistöðu sína með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Öll stærstu félög fótboltaheimsins vilja kaupa hann í sínar raðir enda er Huijsen falur fyrir svo lítið sem 50 milljónir punda í sumar.
Chelsea, Arsenal og Liverpool eru sögð leiða kapphlaupið. Þau eru öll reiðubúin til að borga riftunarverðið í samningi Huijsen og eru þessa dagana að berjast um að sannfæra leikmanninn.
Huijsen hefur gífurlega mikið úrval þar sem stórveldi utan enska boltans vilja einnig fá hann til sín. Real Madrid er orðað sterklega við hann ásamt Þýskalandsmeisturum FC Bayern.
Huijsen er 20 ára gamall og með tvo landsleiki að baki fyrir Spán, eftir að hafa leikið með Hollandi upp yngri landsliðin.
Athugasemdir