Þýska stórliðið Bayer Leverkusen er að leita sér af nýjum þjálfara til að taka við eftir að Xabi Alonso tilkynnti að hann væri að yfirgefa félagið.
Það eru ýmis nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar en Cesc Fábregas, þjálfari Como á Ítalíu, var talinn vera efstur á óskalista hjá stjórnendum Leverkusen.
Fábregas hefur þó ekki áhuga á að yfirgefa verkefnið sem hann hefur hafið hjá Como enda á hann lítinn hlut í félaginu og hefur mikla trú á framtíð liðsins.
Það vekur athygli hversu margt Fábregas og Xabi Alonso eiga sameiginlegt, en þeir eru báðir ungir spænskir þjálfarar að taka sín fyrstu skref eftir frábæra ferla sem atvinnumenn í fótbolta.
Annar fyrrum miðjumaður frá Spáni hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Xabi Alonso. Sá heitir Xavi og starfaði síðast sem þjálfari Barcelona.
Erik ten Hag, fyrrum þjálfari Manchester United og Ajax, kemur einnig til greina fyrir starfið. Ten Hag er talinn vera fyrir ofan Xavi á óskalistanum.
Athugasemdir