Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Selfyssingar réðu ekki við Balde
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 1 - 4 Þór
0-1 Ibrahima Balde ('2)
0-2 Ibrahima Balde ('15)
0-3 Ingimar Arnar Kristjánsson ('38)
1-3 Aron Lucas Vokes ('43)
1-4 Einar Freyr Halldórsson ('54)

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  4 Þór

Selfoss og Þór áttust við í fyrsta leiknum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla og tóku Akureyringar forystuna snemma leiks.

Ibrahima Balde var búinn að skora strax á 2. mínútu eftir langt innkast Þórsara. Selfyssingar skölluðu boltann frá en hann datt beint fyrir Ibrahima sem skoraði með góðu skoti við vítateigslínuna.

Selfyssingar virtust vera að lifna við þegar þeir fengu annað mark frá Ibrahima í andlitið. Í þetta skiptið skallaði hann hornspyrnu frá Einari Frey Halldórssyni í netið og staðan því orðin 0-2 eftir fyrsta stundarfjórðunginn.

Heimamenn komust í góðar stöður og fengu fín færi til að minnka muninn en boltinn rataði ekki í netið. Þess í stað bættu gestirnir þriðja markinu við leikinn og aftur var Ibrahima á ferðinni.

Í þetta sinn átti Ibrahima huggulega stungusendingu á Ingimar Arnar Kristjánsson sem gerði vel að setja boltann í netið.

Selfyssingar minnkuðu muninn skömmu fyrir leikhlé þegar Aron Lucas Vokes skoraði með skoti utan vítateigs eftir hornspyrnu. Markvörður Þórs sá boltann seint vegna þvögunnar sem var fyrir framan hann í vítateignum.

Einar Freyr innsiglaði sigur Þórs snemma í síðari hálfleik eftir annað langt innkast. Selfyssingar lentu í vandræðum með að hreinsa boltann burt og hamraði Einar boltanum í netið frá vítateigslínunni.

Staðan var þá orðin 1-4 þar sem gestunum frá Akureyri tókst að nýta nánast hvert einasta marktækifæri sem þeir fengu.

Krafturinn virtist farinn úr Selfyssingum sem fengu þó annað tækifæri til að minnka muninn, en það tókst ekki. Þeir vildu svo fá vítaspyrnu á lokamínútunum en fengu ekki og urðu lokatölur 1-4. Þór fer áfram í 8-liða úrslitin eftir afar þægilegan sigur.

Sjáðu mörkin:

Athugasemdir
banner