banner
   mið 13. júní 2018 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti FIFA: Þarf að endurskoða reglugerðina
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti FIFA, segir að endurskoða þurfi samningareglur þjálfara líkt og hefur verið gert með samningareglur leikmanna.

Infantino segir þetta í kjölfarið á brottrekstri Julen Lopetegui úr þjálfarastöðu spænska landsliðsins tveimur dögum fyrir fyrsta leik liðsins, gegn Evrópumeisturum Spánar.

„Þetta sem gerðist með Lopetegui er ekki jákvætt fyrir spænska landsliðið rétt fyrir mót," sagði Infantini.

„Það er augljóst að Luis Rubiales hefur vegið og metið stöðuna áður en hann tók ákvörðun um að reka þjálfarann. Hann gerði það sem hann taldi réttast fyrir landsliðið.

„Við þurfum að endurskoða reglugerðina í svona málum. Reglurnar meina félögum að tala við leikmenn sem eru samningsbundnir en sömu reglur gilda ekki um þjálfara."


Infantino talaði í kjölfarið um hvernig Spánverjar gætu notað þennan mótvind sér í hag, líkt og Ítalir gerðu eftir Calciopoli 2006.

„Það er erfitt að segja til um hvernig Spánverjum gengur eftir þetta. Ítalía mætti á HM 2006 eftir einn stærsta veðmálaskandal sögunnar og vann mótið.

„Það er vitað mál að ekkert er sem sýnist í fótbolta og ekkert er ómögulegt. Það hefur sannast margoft.

„Leikmenn standa saman þegar á móti blæs. Stundum getur það gert gæfumuninn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner