Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. júní 2018 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Markalaust í toppslagnum - Ólsarar unnu á gervigrasinu
Jói Kalli sótti stig á gamla heimavöllinn.
Jói Kalli sótti stig á gamla heimavöllinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emmanuel Eli Keke skoraði í uppbótartíma í sigri Ólsara.
Emmanuel Eli Keke skoraði í uppbótartíma í sigri Ólsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöunda umferð Inkasso-deildar karla lauk í kvöld með þremur leikjum sem allir hófust klukkan 19:15.

Stórleikur umferðarinnar var toppslagur í Kórnum. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, mætti á sinn gamla heimavöll.

Leikurinn í Kórnum var frábær skemtun en hann endaði markalaus. Bæði lið hefðu mögulega getað stolið sigrinum en allt kom fyrir ekki. ÍA er á toppi deildarinnar með 17 stig en HK kemur næst með 15.

Þórsarar í 3. sæti og Ólsarar í 4. sæti
Þórsarar eru komnir upp í þriðja sæti eftir sigur á Magna fyrir framan margmenni á Grenivík. Ignacio Gil Echevarria skoraði sigurmark Þórsara þegar lítið var eftir.

Magni er á botni deildarinnar, en í fjórða sæti er Víkingur Ólafsvík eftir sigur á Leikni í fyrsta heimaleik sínum í sumar. Gervigras var sett á Ólafsvíkurvöll og á því byrjar Ólsarar vel. Þeir settu tvö mörk í uppbótartímanum gegn Leikni.

Leiknir er í tíunda sæti deildarinnar með sex stig, þremur stigum meira en Magni og ÍR.

Víkingur Ó. 3 - 0 Leiknir R.
1-0 Alexander Helgi Sigurðarson ('50 )
2-0 Emmanuel Eli Keke ('90 )
3-0 Kwame Quee ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Magni 1 - 2 Þór
1-0 Bergvin Jóhannsson ('76 )
1-1 Ívar Sigurbjörnsson ('85 , sjálfsmark)
1-2 Ignacio Gil Echevarria ('87 )
Rautt spjald: Agnar Darri Sverrisson, Magni ('79), Gísli Páll Helgason, Þór ('80)
Lestu nánar um leikinn

HK 0 - 0 ÍA
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner