Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 13. júní 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
„Ísland getur gert eins og Svíþjóð á HM 2002"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svíar hafa elskað íslenska liðið síðan Lagerback tók við því. Það er frábært að þið séuð á HM og EM með einungis 350 þúsund íbúa. Fyrir utan Svíþjóð þá höldum við með Danmörku og Íslandi," segir Johan Flinck, blaðamaður hjá Aftonbladet, við Fótbolta.net í dag.

Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM á laugardag þegar liðið mætir Argentínu.

„Ísland er í dauðariðlinum. Svíþjóð var það líka 2002 þegar við mættum Argentínu, Englandi og Nígeríu. Ísland er í svipuðum riðli núna og þeir geta komist áfram eins og Svíþjóð þá."

„Ísland getur eins og Svíþjóð tekið stig gegn bestu liðunum. Þeir þurfa líka að skora og vinna leikina sem það á að vinna."


Lars Lagerback tók við Íslandi árið 2012 og gerði magnaða hluti við stjórnvölinn. Það kom Svíum í opna skjöldu.

„Það kom mikið á óvart. Flestir í Svíþjóð héldu að hann væri búinn en hann kom til baka og náði frábærum úrslitum með Ísland."

Sænsku fjölmiðlamennirnir ætla að mæta íslensku fjölmiðlamönnunum í fótboltaleik í næstu viku eins og heyra má í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner