Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. júní 2018 07:50
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Argentínu gegn Íslandi - Dybala og Higuain á bekknum
Icelandair
Paulo Dybala á æfingu með argentínska liðinu.
Paulo Dybala á æfingu með argentínska liðinu.
Mynd: Getty Images
Það segir sitt um styrkleika Argentínumanna sóknarlega að í líklegu byrjunarliði fyrir leikinn gegn Íslandi er ekki pláss fyrir Paulo Dybala, eina skærustu stjörnu Ítalíumeistara Juventus.

„Margir Argentínumenn vilja að Sampaoli þjálfari finni pláss fyrir Dybala í kerfinu en það er hægara sagt en gert. Besta staða hans er sú sama og Messi spilar og erfitt að koma þeim báðum fyrir. Margir eru á því að það sé nær ómögulegt að spila þeim saman," sagði argentínskur íþróttafréttamaður við Fótbolta.net.

Ferill Dybala með argentínska landsliðinu hefur aldrei komist á flug en hann á tólf landsleiki án þess að hafa skorað mark.

Ef spá fjölmiðla um byrjunarlið Argentínu reynist rétt þá mun liðsfélagi Dybala hjá Juventus, Gonzalo Higuain, einnig þurfa að sætta sig við að byrja á bekknum á meðan Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, leiðir sóknarlínuna.

Ekki er pláss fyrir Federico Fazio varnarmann Roma, Giovani Lo Celso miðjumann PSG eða reynsluboltann Ever Banega hjá Sevilla í líklegu byrjunarliði Argentínu.

Leikur Íslands og Argentínu á laugardaginn hefst klukkan 13 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner