Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. júní 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd boðið að kaupa Verratti
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramótið byrjar á morgun og er þetta því næstsíðasti slúðurpakkinn fyrir upphafsleikinn.



Antoine Griezmann, 27, segist vera búinn að taka ákvörðun um framtíðina. Hann hefur ekki greint frá því hver hún er. (ESPN)

Manchester United hefur verið boðið að kaupa Marco Verratti, 25 ára miðjumann PSG. Verratti vill fara úr franska boltanum. (Calciomercato)

Rafa Benitez líklegur til að taka við spænska landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið. (Northern Echo)

Julen Lopetegui, nýr þjálfari Real Madrid, á í góðu sambandi við David De Gea, 27, og er talinn vilja fá hann til sín. Lopetegui var varamarkvörður Real Madrid og Barcelona á sínum tíma. (Daily Mail)

Chelsea er reiðubúið að greiða 30 milljónir punda fyrir Jack Grealish, 22 ára miðjumann Aston Villa. Chelsea er reiðubúið til að lána Grealish aftur til Villa út næsta tímabil. (TeamTalk)

Newcastle gæti þurft að bæta félagsmet til að kaupa Kenedy, 22 ára kantmann Chelsea. (Chronicle)

Chelsea er í baráttu við Juventus um kaupin á Stefan Savic, 27 ára varnarmanni Atletico Madrid. (Sky)

Maurizio Sarri er enn líklegastur til að taka við af Antonio Conte hjá Chelsea. (Evening Standard)

Manchester City og Raheem Sterling, 23, komast ekki að samkomulagi og hafa því sett samningsviðræðurnar á bið. (Sky)

Frank Lampard, nýr stjóri Derby, vill kaupa Jay Dasilva, 20 ára varnarmann Chelsea. (Mirror)

Liverpool er enn í leit að markverði. Roma neitar að selja Alisson Becker, 25 ára aðalmarkvörð brasilíska landsliðins. (Liverpool Echo)

Fulham er að fá Tomas Kalas, 25, og Lucas Piazon, 24, frá Chelsea. Kalas er miðvörður og Piazon er sóknarmaður. (Star)

Fulham hefur einnig boðið 8 milljónir í Jordan Ayew, 26 ára sóknarmann Swansea. (Sky)

Yacine Adil, 17, ætlar að skrifa undir nýjan samning við Paris Saint-Germain þrátt fyrir áhuga frá Arsenal. (RMC)

Manchester United er ekki tilbúið að greiða 53 milljónir punda fyrir Alex Sandro, 27 ára bakvörð Juventus. (Daily Record)

Manchester United er hætt við að kaupa Danny Rose, 27 ára bakvörð Tottenham. Rose hefði kostað 50 milljónir punda. (Telegraph)

Steven N'Zonzi, 29 ára miðjumaður Sevilla, vill spila fyrir stórlið. Arsenal hefur mikinn áhuga. (Sun)

Jean-Michael Seri, 26 ára miðjumaður Nice, vill fara í enska boltann í sumar. Arsenal og Chelsea hafa áhuga á honum.
(L'Equipe)

Burnley er búið að bjóða 25 milljónir punda í Craig Dawson og Jay Rodriguez, leikmenn West Brom. Dawson er varnarmaður og Jay er sóknarmaður, báðir 28 ára. (Mirror)

Bournemouth ætlar að bjóða 18 milljónir í Jefferson Lerma, 23 ára miðjumann Levante. Bournemouth vonast til að ganga frá samkomulagi við félagið meðan Lerma er á HM með kólumbíska landsliðinu. (Sun)

Everton vill fá vinstri bakvörðinn Marvin Plattenhardt, 26, frá Hertha Berlin. (Sky)
Athugasemdir
banner
banner
banner