Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 13. júní 2018 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rasmus fór fótbrotinn af velli í Eyjum
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það varð óhugnalegt atvik eftir um hálftíma í leik ÍBV og Vals sem nú stendur yfir í Pepsi-deild karla.

Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals, þurfti að fara meiddur af velli en samkvæmt okkar manni á vellinum er sá danski fótbrotinn.

„NEI NEI NEI. Þetta er ömurlegt!!! Boltinn skoppar inn í teig Valsmanna og fór Siggi Ben í tæklingu en var allt of seinn og fór harkalega í Rasmus. Siggi spratt upp og kallaði á aðstoð og Rasmus liggur eftir. Leikmenn gengu skelkaðir í burtu og svo virðist sem Rasmus sé fótbrotinn!" skrifaði Daníel Geir Moritz, okkar maður á vellinum í beinni textalýsingu.

Ívar Örn Jónson kom inn á fyrir Rasmus sem mun væntanlega ekkert spila meira með í sumar.

Erfið tíðindi fyrir Valsmenn en þegar þetta er skrifað er staðan markalaus og að koma hálfleikur.



Athugasemdir
banner
banner
banner