mið 13. júní 2018 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ronaldo: Tíminn er kominn hjá Brasilíu
Ronaldo vill sjá heimsmeistaratitilinn heim til Brasilíu
Ronaldo vill sjá heimsmeistaratitilinn heim til Brasilíu
Mynd: Getty Images
Hinn brasilíski Ronaldo segir að sínir menn í Brasilíu séu sigurstranglegir fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi og segir hann að nú sé tíminn fyrir Brasilíumenn að standa undir væntingunum.

Brasilía er í E-riðli með Sviss, Kosta Ríka og Serbíu og ætti, ef allt væri eðlilegt að vinna riðilinn.

Brasilía varð síðast heimsmeistari árið 2002 en þjóðin er sigursælasta þjóð keppninnar með fimm titla.

Ronaldo skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 2002 gegn Þýskalandi og segir hann að 16 ár er langur tími fyrir Brasilíu án heimsmeistaratitils.

„Ég held að sigurstranglegustu þjóðirnar séu, að sjálfsögðu Brasilía, ekki aðeins vegna þess að ég er Brassi, heldur vegna þess að Brasilía er að spila mjög vel. Spánverjar eru einnig að spila mjög vel og Þjóðverjar eru alltaf sterkir," sagði Ronaldo.

„En heimsmeistaramótið er svo erfitt mót og við erum einnig með Argentínu sem eru alltaf sterkir, og Frakkland eru með mjög ungt lið."

„En ég vona að Brasilía vinni. Það er langt síðan síðast og ég held að það sé kominn tími."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner