Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 13. júní 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona yrðu 16-liða úrslitin - Ísland gegn Frakklandi
Úr leik Íslands og Frakkland á EM fyrir tveimur árum. Frakkland vann þann leik 5-2.
Úr leik Íslands og Frakkland á EM fyrir tveimur árum. Frakkland vann þann leik 5-2.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingar myndu mæta Kólumbíu.
Englendingar myndu mæta Kólumbíu.
Mynd: Getty Images
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá höfum við á Fótbolti.net verið með spá fyrir riðlakeppni HM síðustu daga.

Við fengum góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til þess að spá í spilin fyrir riðlakeppnina og hefur niðurstaða dómnefndar verið birt síðastliðna daga.

Sjá einnig:
HM spáin í heild sinni - Hvaða lið komast áfram?

Á HM er það þannig að liðið sem endar efsta sæti í sínum riðli mætir liðinu sem lenti í öðru sæti í riðlinum við hliðina. Sem dæmi þá mætir efsta sætið í A-riðlinum liðinu sem lenti í öðru sæti í B-riðlinum í 16-liða úrslitunum. Fyrsta sætið í B-riðli mætir öðru sætinu í A-riðli og svo framvegis.

Ef við miðum við spá okkar þá mætir Ísland Frakklandi í 16-liða úrslitunum

Við eigum ekki sérstakar minningar frá síðasta leik okkar við Frakkland. Sá leikur var í 8-liða úrslitum Evrópumótsins og fór hann 5-2 fyrir Frakka. Þó var stemningin mögnuð hjá íslenskum stuðningsmönnum á þeim leik.

Liðið sem vinnur C-riðil, sem er samkvæmt spánni Frakkland, og liðið sem lendir í öðru sæti í D-riðli, Ísland að mati dómnefndar, mætir annað hvort liðinu sem vinnur A-riðil eða lendir í öðru sæti í B-riðli í 8-liða úrslitunum. Í spá okkar vinnur Úrúgvæ A-riðil og Portúgal lendir í öðru sæti B-riðli.

Það er pottþétt að ef Ísland kemst upp úr riðli sínum þá verður leiðin eftir það mjög erfið. Riðillinn er líka mjög erfiður og það verður mikið afrek að komast upp úr honum.

Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Fyrsti leikur Íslands er á laugardaginn gegn Argentínu, en fyrsi leikur á HM er á morgun. Opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádí-Arabíu.

16-liða úrslitin samkvæmt spá Fótbolta.net
Úrúgvæ - Portúgal í Sochi 30. júní
Frakkland - Ísland í Kazan 30. júní
Spánn - Egyptaland í Moskvu (Luzhniki) 1. júlí
Argentína - Perú í Nizhny Novgorod) 1. júlí
Brasilía - Mexíkó í Samara 2. júlí
Belgía - Pólland í Rostov-On-Don 2. júlí
Þýskaland - Sviss í Sankti-Pétursborg 3. júlí
Kólumbía - England í Moskvu (Spartak Stadum) 3. júlí

Hér að neðan má sjá mynd af því hvernig útsláttarkeppnin virkar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner