Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. júní 2018 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður: Martial vill fara frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Anthony Martial vill fara frá Manchester United í sumar. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins.

Martial gekk í raðir rauðu djöflanna sumarið 2015 frá Mónakó og sló strax í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins er hann skoraði í fyrsta leik sínum gegn Liverpool á Old Trafford.

Hann er búinn að vera nokkurn veginn í aukahlutverki síðan Jose Mourinho tók við liðinu. Það hefur reynst honum erfitt að sýna Mourinho mikilvægi sitt.

Hann hefur verið orðaður burt frá félaginu síðustu mánuði og nú hefur umboðsmaður hans staðfest að hann vilji fara.

„Við skoðuðum alla möguleika, Anthony vill fara frá Manchester United," segir Philippe Lamboley, umboðsmaður Martial, í samtali við RMC Sport í Frakklandi.

„Það eru margar ástæður sem liggja að baki, á þessum tímapunkti er of snemmt að tala um þessar ástæður. Anthony mun tjá sig fljótlega."

„Manchester United vill framlengja við Anthony, félagið vill ekki missa hann en við höfum ekki komist að samkomulagi þrátt fyrir margra mánaða viðræður. Þegar Man Utd, valdamesta félag í heimi, kemst ekki að samkomulagi eftir átta mánuði er það vegna þess að félagið vill ekki gera leikmanninn að lykilmanni."

„Ákvörðun okkar tengist því. Þetta er ákvörðun sem hefur verið íhuguð vel. Hins vegar er mikilvægt að muna að hann er samningsbundinn, Man Utd er með síðasta orðið og við munum virða ákvörðun félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner