Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. júní 2019 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka vill fara til Manchester United
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka vill fara til Manchester United í sumar að sögn Sky Sports.

Wan-Bissaka hefur mikinn áhuga á því að skipta yfir á Old Trafford, en er ekki búinn að biðja um að vera seldur.

Talið er að Man Utd sé að undirbúa sitt annað tilboð í Wan-Bissaka eftir að fyrsta tilboði félagsins í hann var hafnað. Það tilboð hljóðaði upp á 40 milljónir punda, en Palace vill fá að minnsta kosti 50 milljónir punda.

Wan-Bissaka, sem er 21 árs, er samningsbundinn Crystal Palace til ársins 2022.

Ole Gunnar Solskjær vill fá nýjan hægri bakvörð í sumar. Antonio Valencia er farinn og eru kostirnir núna Ashley Young og Diogo Dalot.

Sky Sports á Ítalíu sagði fyrr í kvöld að Juventus væri að vinna í því að kaupa Paul Pogba frá Manchester United. Joao Cancelo, hægri bakvörður Juventus, gæti mögulega verið hluti af þeim félagaskiptum ef þau ganga í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner