Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 13. júní 2022 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Hlín spilar í miðnætursólinni í kvöld
Mynd: Piteå
Klukkan ellefu í kvöld, á sænskum tíma, mun kvennalið Piteå mæta liði Djurgarden í sænsku Damallsvenskan.

Venjulega er spilað talsvert fyrr á daginn en Hlín ræddi við mbl.is og útskýrði leiktímann.

„Þetta er útaf miðnæt­ur­sól­inni og það er bjart all­an sólarhringinn hér í Norður-Svíþjóð núna. Þetta er stór viðburður hér til að vekja athygli á liðinu og svo held ég að klúbbur­inn fái ein­hverja pen­inga út á þetta ef ég skil þetta rétt," sagði Hlín.

Hún hlakkar til leiksins og segir að í gær hafi liðið æft seinna en venjulega til að undirbúa sig fyrir leiktímann í kvöld.

Hlín fagnaði 22 ára afmælinu sínu í gær. Piteå er í níunda sæti deildarinnar með sautján stig eftir þrettán leiki og getur með sigri komist upp fyrir Djurgården.

Hlín var til viðtals hér á Fótbolta.net í vetur og var spurð út í lífið í Svíþjóð.

Sjá einnig:
„Held að það myndu ekkert allir fíla það en mér finnst það æðislegt"
Athugasemdir
banner
banner