Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. júlí 2018 11:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Englendingar geta hefnt fyrir tapið strax í haust
England tapaði fyrir Króatíu í uppbótartíma í gær.
England tapaði fyrir Króatíu í uppbótartíma í gær.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið datt út fyrir Króatíu á HM í gær, þeir þurfa þó ekki að bíða lengi eftir að hefna sín fyrir tapið en landsliðin mætast einmitt í Þjóðardeildinni í haust í Króatíu.

Englendingar geta hefnt fyrir tapið eftir einungis þrjá mánuði. Liðin munu mætast þann 12. október næstkomandi í Þjóðardeildinni.

Þjóðardeildinni sem er ætlað að koma í staðinn fyrir æfingaleiki hjá landsliðinu mun sjá liðin tvö mætast í A riðli, Spánn er einnig þátttakandi í riðlinum.

Leikurinn mun þó fara fram fyrir luktum dyrum þar sem UEFA hefur bannað áhorfendur á leik Króatíu sem refsingu fyrir hakakross sem sást á vellinum er liðið mætti Ítalíu árið 2015.

Það er líklegt að leikmönnum Englands muni vilja hefna fyrir tapið í gær sem var einstaklega svekkjandi.


Athugasemdir
banner