Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 13. júlí 2019 14:30
Oddur Stefánsson
De Ligt til Juventus - 90 milljónir fyrir Lukaku
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Powerade slúðrið er stútfullt eins og alltaf og er inniheldur Pogba, Real Madrid, Matthjis De Ligt og fleira.

Manchester United hafa sett auka 30 milljónir punda á 150 milljón punda verðmiða Paul Pogba (26) og láta hann ekki fara fyrir minna en 180 milljónir punda (Star).

Juventus hefur hætt við að kaupa Paul Pogba og skilur Real Madrid þá eftir eitt sem mögulegur kaupandi. (Mail)

Arsenal vill 8,8 milljónir punda fyrir Laurent Koscielny (33) sem vill fara frá félaginu og neitaði að ferðast með liðinu í æfingarferð. (London Evening Standard)

Arsenal hefur aftur áhuga á að kaupa Ruben Dias (22) frá Benfica eftir að Laurent Koscielny bað um að fara frá félaginu. (Mail)

Manchester United gæti reynt að fá Benoit Badiashile (18) varnarmann Manaco ef þeir ná ekki að ganga frá kaupum á Harry Maguire. (L'Equipe)

Inter þarf að eyða 90 milljónum punda til að geta keypt Lukaku (26) frá Manchester United. (Telegraph)

West Ham er í viðræðum við Eintracht Frankfurt um kaup á Sebastian Haller (25) fyrir 40 milljónir punda. (Sky Sports)

Mipo Odubeko (16) U-17 ára leikmaður Manchester United sem skoraði 35 mörk á síðasta tímabili fyrir akademíuna hefur hafnað nýjum samning frá félaginu. (Mail)

Juventus hefur gengið frá kaupum á Mathjis de Ligt varnarmanni Ajax fyrir um 70 milljónir evra. (De Telegraaf)

Real Madrid fylgist vel með málum milli Barcelona og Neymar (27) þar sem Florentino Perez forseti félgsins sér ennþá eftir því að hafa ekki keypt leikmanninn. (Star)

West Ham vill fá 10 milljónir punda fyrir Pedro Obiang sem hefur verið orðaður við Bologna og Sassuolo. (Sun)

Tottenham undirbýr tilboð í Kalvin Phillips leikmann Leeds en Leeds metur hann á 30 milljónir punda. (Mirror)

West Brom er á eftir Neal Maupay (22) sóknarmanni Brentford en eru á eftir Aston Villa og Sheffield United í röðinni á að fá hann. (Express)

Fulham er á eftir Anthony Knockaert (27) leikmanni Brighton. (Argus)

Manchester United er ennþá að vonast til að ganga frá kaupum á Sean Longstaff (21) þrátt fyrir erfiðleika að semja um verð á leikmanninum. (Sky Sports)

50 milljón punda verðmiði Newcastle á Longstaff gæti séð til þess að United hætti við. (ESPN)

Mike Ashley gæti þurft að borga Steve Bruce meira en hann þurfti til að halda Rafa Benitez. (Sun)

Blackpool er eitt af liðunum sem vonast til að fá Fraser Hornby (19) leikmann Everton á láni.

Fleetwood hafnaði 200 þúsund punda tilboði Everton í markmanninn Billy Crellin (19) .
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner