Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 13. júlí 2019 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Formaðurinn vill Mane til Real Madrid
Sadio Mane er með bestu sóknarmönnum heims í í dag
Sadio Mane er með bestu sóknarmönnum heims í í dag
Mynd: Getty Images
Saee Seck, formaður senegalska knattspyrnusambandsins, vill að Sadio Mane íhugi það alvarlega að fara til Real Madrid.

Mane hefur verið að gera það gott með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni en hann er markahæstur í keppninni ásamt Adam Ounas, Cedric Bakambu og Odion Ighalo með þrjú mörk.

Hann hefur farið mikinn með enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool síðustu þrjú tímabil en hann er með 59 mörk í 123 leikjum og var þá markahæstur í úrvalsdeildinni ásamt Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang á síðasta tímabili.

Hann varð Evrópumeistari með Liverpool í júní og vill formaður senegalska knattspyrnusambandsins að hann skoði það að fara til Real Madrid sem hefur sýnt honum áhuga síðustu mánuði.

„Það vita það allir í heiminum að Mane er meðal tíu bestu leikmanna heims í dag. Hann hefur þá náð frábærum árangri með Liverpool, vann Meistaradeildina á síðasta tímabili og á möguleika á að fara til Real Madrid," sagði Seck.

„Real Madrid er besta félag heims. Þó ég haldi með Barcelona þá er það samt mín skoðun að Real Madrid er besta liðið og Mane ætti að íhuga það alvarlega að fara þangað."

„Knattspyrnuferillinn er ekki langur og þetta tækifæri gefst ekki oft heldur. Zinedine Zidane líst vel á hann að ég held þannig af hverju ekki?"
sagði Saeck og spurði í lokin.
Athugasemdir
banner
banner