Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 13. júlí 2019 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Ian Jeffs: Fólk segir að vítið hafi verið algert grín
Ian Jeffs var ósáttur með sína menn í dag
Ian Jeffs var ósáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ian Jeffs, nýráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi Max-deild karla, var ósáttur með 2-1 tap liðsins gegn FH í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 FH

Eyjamenn lentu undir á 35. mínútu er FH fékk víti. Steven Lennon skoraði úr vítinu áður en hann bætti við öðru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Eyjamenn minnkuðu muninn með marki frá Gary Martin en lengra komst liðið ekki.

ÍBV er í basli og er í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig og ljóst að það blasir fall við liðinu.

„Ég er svekktur að tapa fótboltaleik og það er aldrei gaman og búið að gerast ansi oft í sumar," sagði Jeffs við Fótbolta.net.

„Ég var ekki ánægður með leikinn. Við vorum ekki nógu góðir í 65-76 mínútur af leiknum í dag. Það var smá líf í lokin en í heildina ekki góður leikur."

„Við vorum búnir að vinna í forminu okkar og hvernig við viljum vísa pressunni í rétta hátt og hvernig við viljum stíga í ákveðin svæði og við vorum að gera þetta á alltof hægu tempó-i. Þetta var bara ekki nógu gott."


Það skapaðist umræða í kringum bæði mörk FH-inga en fyrst var það vítið sem Jakup Thomsen fékk eftir brot Diogo Coelho og þá var umræða um brot á varnarmanni í öðru markinu.

„Það er erfitt að sjá þetta frá okkar sjónarhorni á bekknum. Fólk sem var að horfa á þetta segir að vítið hafi verið algert grín en ég þarf að horfa á það aftur til að hafa skoðun á því."

„Við þurfum að halda áfram að hafa trú á þessu og í raun eina sem við getum gert. Það er því miður sama sagan í hverjum leik að við erum inn í leiknum en við þurfum að komast úr þessu og vinna fótboltaleik."


Eyjamenn eru þessa dagana að skoða leikmenn en einn leikmaður er á reynslu og svo mætir annar miðvörður á reynslu á næstu dögum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að semja við leikmennina.

„Við erum ekki búnir að taka ákvörðun og hann hefur bara verið tvisvar með okkur. Við þurfum að skoða hann betur og þá kemur líka annar hafsent á reynslu og við munum taka ákvörðun með hann líka," sagði Jeffs í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner