Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 13. júlí 2019 18:42
Brynjar Ingi Erluson
Óli Kristjáns: Búnir að rembast við þetta í allt sumar
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla, var að vonum sáttur með 2-1 sigur liðsins á ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 FH

FH vann annan sigurinn í röð í deildinni og er nú með 19 stig en Steven Lennon gerði bæði mörkin.

Ólafur vonar að FH-liðið sé komið í gang núna og að það geti tengt þriðja sigurinn í næsta leik.

„Þrjú góð stig og góður sigur. Það var þvælið að opna leikinn en það tókst og komnir yfir þá fannst mér við hafa góð tök á leiknum eða fram að því," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

„Þegar við komumst í 2-0 var lítil hætta og gáfum ekki mörg færi á okkur og náðum stjórn á leiknum. Það er hægt að sjá í síðasta leik á móti KR það er þannig að ÍBV liðið gefst aldrei upp þannig við gátum átt von á áhlaupi og þeir tóku sénsa."

„Við erum búnir að vera að rembast við það í allt sumar og ég var mjög ánægður með sigurinn í síðasta leik og þennan sigur. Nú er verkefnin að undirbúa sig þannig að við náum í þriðja sigurinn í næsta leik."


Jákub Thomsen fór meiddur af velli eftir að hafa nælt í vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum en Ólafur telur að þetta sé væg tognun á liðbandi.

„Það er tognun mögulega á liðbandi er fyrsta melding sem ég fæ og vonandi ekki neitt verra. Það kemur í ljós eftir helgi þegar það verður hægt að skoða þetta."

Hann vildi þá lítið gefa upp hvort FH ætlaði sér að styrkja liðið eitthvað frekar fyrir átökin í síðari hluta mótsins.

„Ég hef alveg haft fókus á þennan leik og undirbúning fyrir hann en ekkert sem ég get sagt frá akkúrat núna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner