Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. júlí 2019 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Pepe að fæla PSG í burtu - Of lengi að taka ákvörðun
Nicolas Pepe virðist ætla að taka sér dágóðan tíma í að velja sér lið
Nicolas Pepe virðist ætla að taka sér dágóðan tíma í að velja sér lið
Mynd: Getty Images
Áhugi franska félagsins Paris Saint-Germain á Nicolas Pepe fer dvínandi en leikmaðurinn virðist ætla að taka sér góðan tíma í að velja sér nýtt félag. L'Equipe greinir frá.

Pepe, sem er 24 ára, átti frábært tímabil með Lille er liðið tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði 23 mörk og átti 12 stoðsendingar í 41 leik.

Mikill áhugi er á Pepe sem er falur fyrir 80 milljónir evra en svo virðist sem hann sé byrjaður að fæla félög í burtu.

Samkvæmt L'Equipe er PSG búið að vera lengi á eftir honum og talið að Pepe vilji semja við félagið en hann hefur frestað ákvörðun sinni og vill ræða við öll félög sem eru áhugasöm.

Arsenal, Liverpool og PSG eru öll sögð á eftir honum en PSG virðist ætla að hætta við. PSG verður að losa sig við brasilíska sóknarmanninn Neymar áður en það getur fjárfest í Pepe en nú er útlit fyrir að ekkert verður úr kaupunum á Pepe.

Arsenal er þá sagt hafa lagt fram 80 milljón evra tilboð í Pepe en eins og áður hefur komið fram þá vill hann heyra tilboð frá öðrum félögum og meta þau áður en ákvörðun liggur fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner