Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. júlí 2019 12:00
Oddur Stefánsson
Robertson þurfti að fara í aðgerð
Mynd: Getty Images
Andrew Robertson sem var frábær á síðustu leiktíð með Liverpoll mun halda til Bandaríkjanna í næstu viku eftir að hafa þurft að fara í smávægilega aðgerð.

Robertson kom úr sumarfríi síðasta laugardag en endurkoma hans frestast aðeins vegna sýkingu sem hann fékk í hendinni.

Robertson mun fara í skoðun hjá læknateymi Liverpool til að tryggja að sýkingin muni ekki valda frekari truflunum.

Liverpool er eins og er í Bandaríkjunum að undirbúa komandi tímabil og mun Robertson líklega færi sig þangað einhverntíman í næstu viku.

Skotinn var heldur betur lykilmaður í liði Liverpool á síðasta tímabili og lagði hann upp 11 mörk í 36 leikjum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner