Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. júlí 2019 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Bjarni Mark opnaði markareikninginn
Bjarni Mark Antonsson
Bjarni Mark Antonsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Antonsson, leikmaður Brage i B-deildinni i Svíþjóð, skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu fyrir liðið er það vann 3-1 sigur á Brommapojkarna í dag.

Bjarni, sem er uppalinn Siglfirðingur, spilaði með KA í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en þar áður hafði hann spilað með liðum á borð við Fjarðabyggð og Kristianstad í Svíþjóð.

Hann leikur nú með Brage í B-deildinni og hefur hann heldur betur verið að gera góða hluti þar. Hann gerði annað mark liðsins í 3-1 sigri á Brommapojkarna í dag.

Markið kom á 41. mínútu og var þetta fyrsta markið hans á tímabilinu. Það hjálpaði liðinu að ná í sigur og er liðið nú í þriðja sælti með 27 stig.

Hann lék allan leikinn en á sama tíma var Óttar Magnús Karlsson í byrjunarliði Mjällby sem vann Frej 2-1. Óttar fór af velli í hálfleik en Mjällby er einu sæti ofar en Brage með 28 stig.

Hér fyrir neðan má sjá markið hjá Bjarna gegn Brommapojkarna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner