banner
   lau 13. júlí 2019 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Arsenal leggur fram 25 milljón punda tilboð í Tierney
Kieran Tierney gæti verið á leið til Arsenal
Kieran Tierney gæti verið á leið til Arsenal
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er búið að leggja fram 25 milljón punda tilboð í skoska bakvörðinn Kieran Tierney. Fréttastofa Sky í Skotlandi greinir frá í kvöld.

Tierney er 22 ára gamall vinstri bakvörður og uppalinn í Celtic en hann á 170 leiki og 8 mörk fyrir aðallið félagsins.

Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með félaginu og hefur Arsenal verið á eftir honum í sumar.

Félagið var upphaflega ekki reiðubúið að greiða 25 milljónir punda fyrir hann en samkvæmt Sky í Skotlandi þá hefur félagið ákveðið að gefa eftir.

Arsenal lagði fram tilboðið í kvöld en Celtic hefur frá upphafi farið fram á 25 milljónir punda fyrir hann.

Hann á 12 landsleiki að baki fyrir Skotland.
Athugasemdir
banner
banner
banner