Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. júlí 2021 17:04
Fótbolti.net
Byrjunarlið Fylkis og KA: Mikkel Qvist byrjar á bekknum
Mikkel Qvist.
Mikkel Qvist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Velkomin með okkur í Würth lautina glæsilegu þar sem Fylkir og KA eigast við í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:00.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Árbæingar hafa sogast niður í alvöru fallbaráttu, þeir töpuðu 1-2 gegn HK síðasta föstudag og eins og staðan er núna eru þeir tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Akureyrarliðið hefur verið að gefa eftir að undanförnu og tveir af síðustu þremur leikjum tapast; reyndar gegn ljómandi fínum liðum Vals og KR. Í millitíðinni kom svo jafntefli gegn FH.

Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson gekk í raðir Fylkis á dögunum en er ekki kominn til landsins.

Varnarmaðurinn Mikkel Qvist byrjar á bekknum hjá KA en hann kom aftur til Akureyrarliðsins núna í glugganum til að fylla skarð Brynjars Inga Bjarnasonar sem gekk í raðir Lecce á Ítalíu.

Miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kemur inn í byrjunarlið KA og einnig varnarmaðurinn Dusan Brkovic sem snýr aftur eftir leikbann.

Byrjunarlið Fylkis:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Orri Hrafn Kjartansson
11. Djair Parfitt-Williams
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
22. Dagur Dan Þórhallsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson
8. Sebastiaan Brebels
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
26. Jonathan Hendrickx
27. Þorri Mar Þórisson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner