Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliða Lyon leist ekkert á það að Sara væri ólétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er ólétt. Húnn ræddi við Bjarna Helgason hjá Morgunblaðinu í þættinum Dagmál sem birtur var í dag.

Sara er leikmaður Lyon í Frakklandi og á hún von á sér í nóvember.

Bjarni spurði hana út í hvernig viðbrögð hún hefði fengið þegar hún tilkynnti um óléttuna.

„Ég fékk óvenju góð viðbrögð þegar ég til­kynnti fé­lag­inu að ég væri barnshafandi,“ sagði Sara Björk. Þjálfari hennar óskaði henni til hamingju en leikmenn tóku misjafnlega í þessi tíðindi.

„Þegar ég nefndi þetta í klef­an­um voru sum­ar hopp­andi af gleði en aðrar voru eigin­lega bara bíddu what er hún í al­vör­unni ólétt núna?"

„Fyrirliðinn Wendie Renard leist ekkert á þetta og hún kom til mín með krosslagðar hend­ur og spurði mig hvort ég væri að fara að spila meira með liðinu á tíma­bil­inu. Ég sagðist halda ekki þar sem ég var orðin hálfslöpp á þess­um tímapunkti og þá kom smá svip­ur á hana og hún gekk í burtu."

„Hún þurfti bara smá stund til að jafna sig en kom aft­ur stuttu seinna og óskaði mér til ham­ingju,“
sagði Sara.

Sara kemur inn á það í viðtalinu að leikmenn hafi áttað sig á því þarna að það væri hægt að stofna fjölskyldu og spilað á hæsta stigi.

„Mér finnst smá ábyrgð á mér að sýna gott fordæmi, að ég geti komið til baka og geti sýnt stelpum sem eru óvanar því að sjá mæður vera að spila á hæsta leveli í Evrópu," sagði Sara.

Smelltu hér til að nálgast viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner