þri 13. júlí 2021 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harley Willard er að semja við Þór
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley Willard er að semja við Þór á Akureyri samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Leikmaðurinn knái er 23 ára gamall og fæddur í Englandi, en hefur spilað fyrir yngri landslið Skotlands. Hann er uppalinn hjá Arsenal og Southampton en kom til Víkings Ólafsvíkur árið 2019.

Hann vakti fljótt athygli fyrir góða frammistöðu, en hann skoraði 11 mörk í 22 leikjum á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni. Hann fór eftir það í Fylki í efstu deild, en fann sig ekki þar og ákvað að fara aftur til Ólafsvíkur fyrir síðustu leiktíð.

Harley er í heildina búinn að skora 29 mörk í 52 keppnisleikjum frá því hann kom til Íslands.

Hann spilar framarlega á vellinum og ljóst að hann mun styrkja Þórsara vel. Hann verður samningslaus eftir tímabilið og mun líklega fara til Þórs þá, frekar en núna.

Þór er í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar og Víkingur Ó. á botninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner