Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Stíf dagskrá hjá Ítalíu - Fengu að fagna í opinni rútu
Klukkan er gleði í Róm.
Klukkan er gleði í Róm.
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Ítalíu hafa í nægu að snúast við að fagna meistaratitlinum.

Í gær var liðið heiðrað af Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, og fór síðan til forsætisráðherrans Mario Draghi þar sem það fékk höfðinglegar móttökur.

Þá gáfu ítölsk yfirvöld grænt ljós á undanþágu frá samkomutakmörkunum og leyfðu liðinu að fagna í opinni rútu í miðborg Rómar.

Leikmennirnir sjálfir settu mikinn þrýsting á að fá að fagna áfanganum með ítölsku þjóðinni.

Varnarjaxlinn Leonardo Bonucci, sem skoraði í úrslitaleiknum, var í fararbroddi fyrir því að fá að fagna með almenningi. Í viðtali í gær sagði hann að það hefði gírað sig enn betur í úrslitaleikinn að heyra stuðningsmenn Englands baula á ítalska þjóðsönginn.

„Það var blístrað og baulað á þjóðsönginn, fólk hélt að það væri að fá titilinn heim. Fyrir mig og gamla manninn (Giorgio Chiellini) gerði þetta ekkert annað en að gera okkur enn ákveðnari," sagði Bonucci.
Athugasemdir
banner
banner