Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 13. júlí 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu veggmyndina af Rashford núna - „Ástin sigrar"
Hetja.
Hetja.
Mynd: Getty Images
Það bárust fréttir af því í gær að veggmynd af Marcus Rashford í Manchester hefði verið eyðilögð eftir að England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM.

Krotað var yfir umrædda mynd en hún var gerð til að heiðra Rashford fyrir baráttu hans svo fátæk börn fái máltíðir í skólanum.

Rashford klúðraði sínu víti í vítakeppninni og hefur fengið mörg ljót skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, líkt og þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka sem einnig klúðruðu sínum vítum.

Þeir hafa meðal annars orðið fyrir kynþáttaníð.

Viðbrögðin við eyðileggingunni hafa verið frábær - ef það skal orða það þannig. Fólk hefur komið saman og skilið eftir hjörtu og flotta miða þar sem krotið var. „Fyrirmynd... stórkostleg manneskja... hetja," er meðal þess sem skrifað hefur verið á miðana.

Rashford segist hafa verið við það að gráta þegar hann sá viðbrögðin við eyðileggingunni.

„Ástin sigrar," skrifar Casey Stoney, fyrrum þjálfari kvennaliðs Manchester United, á Twitter.

Það er hafin söfnun fyrir það að laga veggmyndina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner