Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. ágúst 2017 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England í dag - Chicharito heimsækir sinn gamla heimavöll
Chicharito er nú kominn til West Ham, hann var á mála hjá Man Utd á árunum 2010-2015.
Chicharito er nú kominn til West Ham, hann var á mála hjá Man Utd á árunum 2010-2015.
Mynd: Getty Images
Fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lýkur í dag, en þar eru tveir leikir á dagskrá.

Nýliðar Newcastle fá Tottenham í heimsókn í fyrri leik dagsins, flautað verður til leiks klukkan 12:30 á St James's Park.

Síðasti leikur Newcastle í ensku úrvalsdeildinni var einmitt gegn Tottenham, en þá höfðu heimamenn í Newcastle betur 5-1 þann 15. maí 2016.

Síðari leikur dagsins fer fram á Old Trafford í Manchester. Þar heimsækja Javier Hernández og félagar hans í West Ham, Manchester United. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Javier Hernández lék með Manchester United á árunum 2010-2015, þetta er fyrsti leikur hans á Old Trafford eftir að hann yfirgaf Rauðu djöflana hann er ekki viss um hvort hann muni fagna ef hann skorar á sínum gamla heimavelli í dag.

sunnudagur 13. ágúst.

12:30 Newcastle - Tottenham (Stöð 2 Sport)
15:00 Manchester United - West Ham (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner