Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. ágúst 2017 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pogba: Við viljum vinna allt
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba stefnir að sjálfsögðu að því að gera betur en á síðasta tímabili með Manchester United og segist vilja vinna allt sem er í boði.

„Hvað er gott tímabil, að vinna allt! Við erum Manchester United og við viljum fara aftur í það að vera þetta stóra Manchester United.”

„Við viljum vinna fleiri titla og gera betur í ensku úrvalsdeildinni og við eru auðvitað ánægðir með það að vera komnir aftur í Meistaradeild Evrópu. Við erum á þessum stað til að gera frábæra hluti,” sagði Paul Pogba.

Paul Pogba kom við sögu í 33. leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði 5 mörk.

Hann verður að öllum líkindum í byrjunarliði Manchester United í dag þegar liðið mætir West Ham í lokaleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner