Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. ágúst 2018 23:25
Elvar Geir Magnússon
Lið 16. umferðar: Fjórir valdir í fyrsta sinn
Kristinn Ingi Halldórsson var mjög öflugur í Valsliðinu.
Kristinn Ingi Halldórsson var mjög öflugur í Valsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvívegis í Keflavík.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvívegis í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
16. umferð Pepsi-deildarinnar er lokið en hér að neðan má sjá úrvalslið hennar að mati Fótbolta.net og Domino's.

Þjálfari umferðarinnar er Kristján Guðmundsson hjá ÍBV eftir frábæran 2-0 útisigur gegn FH. Í annað sinn í sumar nær ÍBV að halda hreinu gegn FH-ingum.

Bæði mörkin skoraði Gunnar Heiðar Þorvaldsson en það var þó varnarmaðurinn Yvan Erichot sem var valinn maður leiksins og er einnig í úrvalsliðinu.



Innkoma Guðmundar Steins Hafsteinssonar hjá Stjörnunni gerði gæfumuninn í 2-0 sigri gegn Fylki. Erfið fæðing hjá Garðabæjarliðinu en markvörðurinn Haraldur Björnsson var mikilvægur.

Markalaus leikur KR og Fjölnis var ekki mikil skemmtun. Bestu maður hvors liðs kemst þó í úrvalsliðið. Kristinn Jónsson og Hans Viktor Guðmundsson eru í varnarlínunni.

Breiðablik vann 3-2 sigur Víkingi þar sem varnarmaðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði sjaldgæf mörk! Hann skoraði tvö fyrstu mörk sín í efstu deild og var maður leiksins. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvívegis í 3-0 útisigri KA gegn botnbraki Keflavíkur.

Valsmenn slátruðu slökum Grindvíkingum 4-0 þar sem Patrick Pedersen skoraði þrennu. Kristinn Ingi Halldórsson og Einar Karl Ingvarsson áttu einnig mjög góðan leik.

Sjá einnig:
Úrvalslið 15. umferðar (Umferð ekki lokið)
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner