Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 13. ágúst 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Diego Godin framlengir við Atletico
Diego Godin áfram hjá Atletico.
Diego Godin áfram hjá Atletico.
Mynd: Getty Images
Diego Godin, fyrirliði Atletico Madrid, hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Hann er nú samningsbundinn til 2021.


Samningur úrúgvæska miðvarðarins var að renna út eftir tímabilið og var með 20 milljóna evra riftunarákvæði. Manchester United reyndi að fá hann í síðustu viku en fékk neitun.

Godin er 32 ára og hefur sýnt félaginu mikla hollustu. Hann hefur spilað 350 leiki síðan hann kom frá Villareal 2010 og verið klettur í hjarta varnarinnar undanfarin átta tímabil.

Godin hefur unnið Evrópudeildina í tvígang með Atletico og spænska meistaratitilinn einu sinni.

Atletico Madrid mætir Real Madrid í leiknum um Ofurbikar Evrópu á miðvikudag. Leikurinn fer fram í Eistlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner