Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. ágúst 2018 19:13
Ingólfur Páll Ingólfsson
Eggert á bekknum í Danmörku - Viktor fagnaði sigri í Svíþjóð
Eggert í baráttunni með Fleedwood Town á sínum tíma.
Eggert í baráttunni með Fleedwood Town á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Einn leikur var á dagskrá í dönsku úrvalsdeildinni í dag þar sem Eggert Gunnþór og félagar í SønderjyskE kíktu í heimsókn til Esbjerg og máttu sætta sig við 1-0 tap gegn heimamönnum.

Eggert Gunnþór sat allan tímann á varamannabekk
SønderjyskE í dag. Eina mark leiksins skoraði Joni Kauko á 74. mínútu og þar við sat.

SønderjyskE hefur ekki verið að byrja tímabilið neitt sérstaklega vel og eru með fjögur stig eftir fimm leiki. Liðið situr í 12. sæti af 14. liðum deildarinnar og er með jafn mörg stig og Hobro sem er í sætinu fyrir neðan.

Í sænsku B-deildinni spilaði Viktor Karl Einarsson allan leikinn fyrir IFK Vaernamo sem vann 3-1 útisigur gegn Jönköping Södra. Vaernamo er í neðsta sæti deildarinnar en sigurinn gefur liðinu von.
Athugasemdir
banner
banner