mán 13. ágúst 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard gat fagnað fyrsta deildarsigrinum
Gerrard er stjóri Rangers.
Gerrard er stjóri Rangers.
Mynd: Getty Images
Liverpool goðsögnin Steven Gerrard átti góðan gærdag. Hann sá sitt gamla félag fara illa með West Ham, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni og þá stýrði hann Rangers í fyrsta sinn til sigurs í skosku úrvalsdeildinni.

Rangers fékk St. Mirren í heimsókn og var Rangers komið í 2-0 eftir 24 mínútur.

Eins og í fyrsta leiknum þá missti Rangers mann af velli með rautt spjald. Varnarmaðurinn Ross McCrorie fékk að líta rauða spjaldið á 31. mínútu en lærisveinar Gerrard héldu út.

Rangers er með fjögur stig eftir tvo leiki. Liðið gerði jafntefli við Aberdeen í 1. umferð.

Næsti leikur Rangers er gegn Maribor frá Slóveníu í Evrópudeildinni. Rangers vann fyrri leikinn á heimavelli 3-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner