Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. ágúst 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði ekki farið neitt ef fjölskyldan væri í London
Courtois fór til Real Madrid.
Courtois fór til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ef fjölskylda Thibaut Courtois væri búsett í London þá hefði Thibaut Courtois ekki farið neitt. Þetta er haft eftir umboðsmanni leikmannsins.

Courtois yfirgaf Chelsea í síðustu viku og gekk í raðir Real Madrid fyrir 35 milljónir punda. Í staðinn keypti Chelsea spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao, fyrir heimsmetsfé rúmar 70 milljónir punda. Kepa spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á laugardag og hélt hreinu gegn Huddersfield.

Courtois mætti ekki á æfingar daganna áður en hann var seldur, hann ákvað að skrópa.

Umboðsmaður hans hefur núna útskýrt söguna á bak við félagaskiptin til Real Madrid, aðdraganda þeirra.

„Hann reyndi að komast frá Chelsea út af barninu sínu," sagði Christophe Henrotay, umboðsmaður Courtois, við BBC

„Ef fjölskylda hans væri í London þá hefði hann ekki farið neitt, það væri engin ástæða fyrir hann að fara frá Chelsea, þar sem hann getur unnið titla. Því miður er barnið hans og barnsmóðir í Madríd."

Courtois skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner