Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. ágúst 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Heiðursmerki Courtois eyðilagt
Courtois spilar sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid þegar liðið mætir Atletico Madrid í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Leikurinn fer fram í Eistlandi.
Courtois spilar sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid þegar liðið mætir Atletico Madrid í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Leikurinn fer fram í Eistlandi.
Mynd: Getty Images
Það vakti talsvert fjaðrafok þegar Thibaut Courtois kyssti merki Real Madrid á treyju sinni þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Stuðningsmenn Chelsea urðu pirraðir en það var aðeins brot af pirringi stuðningsmanna Atletico Madrid. Courtois var þrjú ár hjá Atletico og hjálpaði liðinu að vinna La Liga, Konungsbikarinn og Evrópudeildina.

Skipti hans til Real hafa þó sett svartan skugga á hann í augum stuðningsmanna Atletico.

Fyrir utan heimavöll Atletico er heiðursmerki fyrir Courtois en unnin hafa verið skemmdarverk á því. Meðal annars er búið að spreyja „rotta" á merkið.



Athugasemdir
banner
banner
banner